• Líf án gleraugna
  Svjetlost veitir augnlæknaþjónustu án biðlista
  Meiri upplýsingar
 • Nýtt bros
  Dentex býður hágæða tannlæknaþjónustu
  Meiri upplýsingar
LÆKNISMEÐFERÐ TIL KRÓATÍU

Fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta sem þú hefur efni á

Um okkur

Veitir framúrskarandi læknisþjónustu í Króatíu

Crois d.o.o. er króatískt fyrirtæki staðsett í Zadar sem starfar á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Helsti metnaður okkar er að kynna þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er í Króatíu fyrir erlendum aðilum, sérstaklega Íslendingum, og þá framúrskarandi augnlæknaþjónustu sem Svjetlost hefur upp á að bjóða. Svjetlost býður augnlæknaþjónustu með auknum ávinningi og einstökum gæðum. Við erum líka mjög stolt af því að fá tækifæri til að kynna hina hágæða tannlæknaþjónustu sem Dentex tannlækna- og tannplanta miðstöðin býður í Króatíu. Metnaður okkar er að kynna þá þjónustu og þau hlunnindi sem Dentex veitir, sérstaklega fyrir mögulegum viðskiptavinum á Íslandi, og tækifærið til þess að njóta á sama tíma þá óviðjafnanlegu náttúrufegurð sem strandlengja Króatíu hefur upp á að bjóða við Adríahafið.

Svjetlost augnlæknaþjónusta

Svjetlost er ein stærsta og best útbúna augnlæknastofa í Evrópu, með fleiri en 60 sérhæfða augnlækna sem búa yfir nýjustu tækni og búnaði sem völ er á í heiminum.

Dentex tannlæknaþjónusta

Besta ummönnun fyrir tennur þínar hjá Dentex

Dentex tannlækna- og tannplanta miðstöðin er staðsett í bænum Zadar í Króatíu. Frá stofnun hefur Dentex fest sig í sessi sem nútímaleg, nýstárleg og hátæknileg tannlæknastofa. Sérfræðingateymi lækna og aðstoðarmanna Dentex veitir framúrskarandi tannlæknaþjónustu með nýjustu tækni sem í boði er, hágæða tannlækningaefni og nútímalega rannsókna- og tannsmíðastofu. Dentex fjárfestir stöðugt í menntun í nýjustu þekkingu, búnaði og efnum og leggur áherslu á að fylgja stöðugum framförum sem eiga sér stað í tannlækningum. Nútímatækni og hágæða tannsmíðaefni gerir Dentex kleift að veita framúrskarandi þjónustu á sviði greiningar, tanngerva (þ.e. tannplanta/ implant), brúa og króna, skurðaðgerða, meðferða sjúkdóma í tannholdi, fegrunaraðgerða og almennra tannlækninga.

Gisting

Njótið fegurðar strandlengju Adríahafsins

Falleg íbúð við ströndina aðeins nokkrum skrefum frá miðbæ Sukošan. Íbúðin er á fyrstu hæð í húsi ásamt fjórum öðrum íbuðum og aðeins 40 metrum frá ströndinni. Sukošan er staðsett við strandlengju Adríahafsins milli Zadar og Biograd na Moro. Sukošan er fyrst og fremst lítill og rómantískur bær við fallegan flóa sem heitir Zlatna Luka (sem þýðir Gullna höfnin) og tekur nafnið sitt af hinu óviðjafnanlega sólsetri sem má upplifa nánast á hverju kvöldi. Annar kostur þessa litla bæjar er að hann er í nágrenni sex þekktra þjóðgarða og tveggja náttúrugarða en þekktastir þeirrra eru þjóðgarðarnir Kornati, Paklenica, Plitvice Lakes, og Krka ásamt náttúrugörðunum Telascica, Vrana Lake og Velebit.

Nýjustu fréttir

Okkar heimilisfang
 • Crois d.o.o. Zrinsko Frankopanska 20C
  23000 Zadar Croatia
Hafðu samband við okkur!